145. löggjafarþing — 104. fundur,  29. apr. 2016.

rannsókn á aflandsfélögum Íslendinga og skattundanskotum.

711. mál
[11:38]
Horfa

Flm. (Svandís Svavarsdóttir) (Vg) (andsvar):

Forseti. Ég er mjög hugsi yfir þessu, ekki síst vegna þess að ég tók þátt í fundi þingflokksformanna með hæstv. forseta þar sem við fórum yfir dagskrá daganna á fundi í gær, m.a. varðandi dagskrá dagsins í dag. Þar kom til tals að við mundum hafa umræðuna með þeim hætti að við ræddum málið í tvo tíma og að allir flokkar fengju þar aðkomu. En fyrir orð þingflokksformanna stjórnarflokkanna var horfið frá því fyrirkomulagi og haft hér venjulegt form umræðu um þingsályktunartillögur. Til hvers var það? Ég taldi í einfeldni minni að það snerist um að þar með kæmust fleiri að, að fleiri áhugasamir þingmenn stjórnarflokkanna kæmust þá að og gætu rætt þessa tillögu við okkur. En þá virðist meiningin hafa verið sú allan tímann að það snerist um að láta okkur um að ræða þetta sjálf (Forseti hringir.) vegna þess að málið væri of snúið fyrir stjórnarflokkana til þess að þeir kæmu að því.