145. löggjafarþing — 104. fundur,  29. apr. 2016.

rannsókn á aflandsfélögum Íslendinga og skattundanskotum.

711. mál
[12:18]
Horfa

Flm. (Svandís Svavarsdóttir) (Vg) (um fundarstjórn):

Forseti. Það er augljóst og kannski skiljanlegt að þingmenn Sjálfstæðisflokksins treysti sér ekki til að tala um þetta mál. Það er kannski skiljanlegt að þeir skammist sín. Það er kannski skiljanlegt að þeim finnist helsta og mikilvægasta framlag í umræðu dagsins snúast um það að stjórnarandstaðan sé ekki að haga sér almennilega, að hún sé til leiðinda og sé að nota liðinn um fundarstjórn forseta einhvern veginn eins og hv. þingmönnum mislíkar. Vill hv. þm. Guðlaugur Þór Þórðarson ekki bara ræða skattaskjól og aflandsfélög? Vill hann ræða þá staðreynd að formaður flokksins og skattamálaráðherra er sjálfur í Panama-skjölunum? Vill hv. þingmaður ræða það? Nei. Hann vill gera athugasemdir við fundarstjórn forseta um að stjórnarandstaðan sé að misnota dagskrárliðinn. (GÞÞ: Þæfa eigin mál.)