150. löggjafarþing — 104. fundur,  18. maí 2020.

atvinnuleysistryggingar.

812. mál
[20:18]
Horfa

félags- og barnamálaráðherra (Ásmundur Einar Daðason) (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Eins og ég sagði áðan, og sagði í framsöguræðu minni þá erum við að setja af stað vinnu við að endurskoða heildarlögin um atvinnuleysistryggingar. Þau atriði sem eru í frumvarpinu eru atriði sem báðar hliðar vinnumarkaðar töldu mjög mikilvægt að kæmust til framkvæmda nú vegna ástandsins sem uppi er í samfélaginu. Ég verð nú bara að segja varðandi þessar vangaveltur hv. formanns velferðarnefndar að ég gæti aflað þeirra upplýsinga og komið þeim til nefndarinnar, hversu mikið persónuverndarsjónarmiðin voru höfð til hliðsjónar við smíði frumvarpsins. Ég ætla bara að játa að ég er ekki með það hér á hraðbergi, eins og ég sagði áðan, og ég held að við myndum bara skoða það í framhaldi af því.