Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 104. fundur,  9. maí 2023.

raforkulög.

536. mál
[14:15]
Horfa

Berglind Ósk Guðmundsdóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hv. þm. Sigurjón Þórðarson virðist hafa misskilið texta sem hann hefur lesið. Frumvarpið … (SigurjÞ: Nei.) Jú, jú, það er alveg ljóst. Það er tekið á þessum málum, bæði í greinargerð með frumvarpi til laga en einnig er tekið á þessu í nefndaráliti. Það kemur einnig fram í umfjöllun nefndarinnar að þetta muni greiða leið fyrir frekari framkvæmdum og þar af leiðandi sé þetta bara til að skýra (Gripið fram í.) og einfalda. Hv. þingmaður þarf þá bara kannski aðeins að lesa betur.