138. löggjafarþing — 105. fundur,  14. apr. 2010.

rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða, skýrsla nefndar skv. lögum nr. 142/2008.

[14:40]
Horfa

umhverfisráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka þingmanninum fyrir andsvar sitt. Ég vil gera þá kröfu héðan úr ræðustól Alþingis að ég fái að tala sjálf fyrir mína sannfæringu. Ég afþakka aðstoð þingmannsins við það að túlka mína sannfæringu. Mín sannfæring er og var sú, sem kemur fram í atkvæðaskýringunni, að Evrópusambandið sé ekki gæfuspor fyrir Ísland. En það er jafnmikið mín sannfæring að það sé mikilvægt lýðræðislegt skref að íslenska þjóðin fái að taka afstöðu til þess. Ég ætla ekki að hafa vit fyrir henni eins og þingmaðurinn mundi væntanlega gera í mínum sporum.