150. löggjafarþing — 105. fundur,  19. maí 2020.

dómstólar o.fl.

470. mál
[15:57]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf):

Herra forseti. Ég greiði að sjálfsögðu atkvæði með þessu frumvarpi enda er um að ræða mjög mikla réttarfarsbót. Þó get ég ekki komist hjá því að nefna hér að ekki er farin sú leið að leyfa gjafsókn í þessum málum. Það er mjög miður af því að um er að ræða mjög mikið og mikilvægt réttarfarsúrræði. Mér þykir eiginlega alveg ömurlegt að við ætlum að undanskilja fátækasta fólkið frá því úrræði að geta leitað réttar síns hérna. Til að fá gjafsóknarleyfi má einstaklingur ekki vera með nema rétt rúmar 300.000 kr. á mánuði, rúmlega 400.000 fyrir hjón, og ég hefði haldið að við gætum látið það skilyrði eitt duga í staðinn fyrir að útiloka algjörlega að fólk sem ekki hefur ráð á að leita réttar síns fyrir endurupptökudómstól geti gert það.

Það þykir mér miður en styð málið að öðru leyti.