150. löggjafarþing — 105. fundur,  19. maí 2020.

almannatryggingar.

437. mál
[16:08]
Horfa

Halldóra Mogensen (P):

Forseti. Ég vildi bara koma hingað upp og segja að ég styð þetta mál og mun greiða atkvæði með því þótt ég sé ekki á nefndarálitinu. Ég endurtek það sem ég sagði í ræðu minni áðan, ástæðan er sú að mér finnst almennt að við eigum að taka almannatryggingakerfið í gegn, skoða það heildstætt og horfa til þess að minnka eða jafnvel fjarlægja alveg allar þessar skerðingar og þessi skilyrði. Það er mín almenna afstaða gagnvart þessu máli en ég styð málið að sjálfsögðu. Allar umsagnir voru jákvæðar og þetta er gott mál.