136. löggjafarþing — 105. fundur,  17. mars 2009.

þingmál um veiðar á hrefnu og langreyði.

[14:08]
Horfa

Forseti (Guðbjartur Hannesson):

Forseti vill upplýsa að við röðun mála á dagskrá er haft samráð við formenn þingflokka um forgangsröð mála auk þess sem mál frá nefndum hafa verið sett inn. Varðandi það mál sem fyrirspyrjandi ræddi þá hefur tillöguflytjandi ekki óskað eftir að það væri tekið á dagskrá enn sem komið er en það verður gert um leið og menn eru tilbúnir í þá umræðu og óska eftir henni. Ég ræddi þetta við viðkomandi á sínum tíma og hann lætur mig vita þegar hann óskar eftir að málið komi á dagskrá. Það er engin fyrirstaða fyrir því að taka málið fyrir.