136. löggjafarþing — 105. fundur,  17. mars 2009.

þingmál um veiðar á hrefnu og langreyði.

[14:14]
Horfa

Arnbjörg Sveinsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Ég vil með öðrum taka undir tillögu hv. þm. Marðar Árnasonar. Það er alltaf gaman að ræða hvalveiðimál og ástæða til að þetta mál fái framgang í þinginu. Ég held að það sé misskilningur hjá hæstv. forseta að það hafi ekki verið borið upp við okkur þingflokksformenn að þetta mál yrði tekið fyrir. Það hefur hins vegar ekki enn gefist færi til þess í dagskrá þingsins. Hv. þm. Einar K. Guðfinnsson er 1. flutningsmaður að málinu og ég veit að hann er mikill áhugamaður um að þetta mál verði rætt. Ég fagna því að hv. þm. Mörður Árnason óski eftir að þessi merka tillaga verði rædd, að baki henni er meiri hluti á þingi og það er full ástæða til að ræða þetta mál.