149. löggjafarþing — 105. fundur,  15. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[16:34]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Fyrst vil ég segja að það er ágætt að hv. þm. Helgi Hrafn Gunnarsson taki þátt í starfshópum en það róar mig ekkert mjög mikið gagnvart þessu tiltekna atriði að hann hafi á fyrri stigum verið í einhverjum starfshópi. Hérna stendur einfaldlega, með leyfi forseta:

„Verði þessi tillaga samþykkt verður reglugerð (EB) nr. 713/2009 innleidd í íslenskan rétt með hefðbundnum hætti en með lagalegum fyrirvara …“

Gefum okkur að umræðan klárist með þessari ræðu, greidd verði atkvæði og þingsályktunartillagan afgreidd með hefðbundnum hætti. Hvar er hinn lagalegi fyrirvari? Hvernig hljómar hann og hvaða hald er í honum? Það er alveg örugglega ekki í þessari frétt á heimasíðu utanríkisráðuneytisins.