149. löggjafarþing — 105. fundur,  15. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[16:43]
Horfa

Karl Gauti Hjaltason (M) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Í stuttu máli er með þeirri þingsályktunartillögu sem liggur hér fyrir verið að innleiða þriðja orkupakkann og einnig reglugerð 713 sem mjög hefur verið rætt hér um. Eins og stendur í greinargerð verður hún innleidd með hefðbundnum hætti með lagalegum fyrirvara um ákveðna hluti sem við erum að kalla eftir. Hvar er þessi lagalegi fyrirvari? Hvar er hann? Ég get ekki séð annað en að ef við innleiðum einhverjar reglugerðir frá Evrópusambandinu innleiðum við þær. Þá eru þær komnar inn í íslenskan rétt. Það er enginn fyrirvari á því. Annaðhvort er fyrirvarann gerður á réttum tíma eða ekki. Ég kalla eftir frekari skýringum (Forseti hringir.) á þessum lagalega fyrirvara.