149. löggjafarþing — 105. fundur,  15. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[19:12]
Horfa

Jón Þór Þorvaldsson (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir ræðuna. Ég hjó eftir því að í ræðunni kom hann inn á það að við þyrftum að gæta þess í samvinnu og samskiptum, bæði við önnur ríki og við einstaklinga, að gæta samkvæmni í allri vinnu og að vinna á grunni þeirra leikreglna sem miðað var að. Þeir sem við erum að semja við hafi staðið í þeirri góðu trú að Ísland myndi innleiða og ekki grípa í neyðarhemilinn. Neyðarhemillinn er hver? Er það bara ef við förum eftir samningnum og nýtum þær heimildir sem þar eru til að fara með málið aftur til sameiginlegu EES-nefndarinnar, en fyrirvararnir ekki? Eru þeir ekki neyðarhemill líka ef við höfum gefið það til kynna að við myndum innleiða orkulöggjöfina, þriðja orkupakkann, en setjum samt fyrirvara við hana?