150. löggjafarþing — 105. fundur,  19. maí 2020.

stimpilgjald.

313. mál
[16:14]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Herra forseti. Nú þegar heimsfaraldur gengur yfir, atvinnuleysistölur hafa aldrei verið hærri, ríkissjóður tapar tekjum, við horfum á gat á næstu fjárlögum upp á kannski 300 milljarða, jafnvel meira, hvað er það þá sem ríkisstjórnin gerir og stjórnarþingmenn samþykkja hér og gera að sínu forgangsmáli? Það er að lækka og taka stimpilgjöld af stórum skipum þannig að þau geti flaggað inn og út úr landinu og skipt um áhafnir hægri, vinstri með afleiðingum fyrir sjómenn sem ekki eru fyrirséðar.

Þetta er skemmtileg forgangsröðun eða hitt þó heldur hjá ríkisstjórninni.