150. löggjafarþing — 105. fundur,  19. maí 2020.

stimpilgjald.

313. mál
[16:16]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P):

Forseti. Í þessu máli eins og svo mörgum öðrum sjáum við að á Alþingi stjórna þrír kvótaflokkar. Ég vil bara nota tækifærið við þessa atkvæðagreiðslu, þar sem við sjáum forgangsröðina til útgerðarinnar í þessu máli, að nefna að þeir landsmenn sem vilja fá kvótann heim, vilja fá kvótann aftur til þjóðarinnar — það er hægt að taka 5% á ári og úthluta á opnum markaði — þeir sem vilja breytingar á kvótakerfinu í áttina að því að landsmenn fái náttúruauðlindirnar í sína eigu og fái réttmætan arð af þeim náttúruauðlindum þurfa að kjósa aðra flokka. Ég held að það sé einn enn kvótaflokkur á þingi, Miðflokkurinn, en annars þarf að kjósa aðra flokka. Ætli Sósíalistarnir detti ekki inn næst? Þeir eru á móti þessu kerfi líka þannig að það verða a.m.k. fimm okkar í boði næst sem vilja breytingar á kvótakerfinu og færa auðlindina og nýtingu hennar aftur til þjóðarinnar.