151. löggjafarþing — 105. fundur,  2. júní 2021.

kosningar til Alþingis.

647. mál
[13:38]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (P):

Virðulegi forseti. Það var nú dálítið fyndið að sjá litaskipta töflu hérna áðan þar sem stjórnarliðar röðuðu sér allir samviskusamlega á rauða takkann (BjG: Nei.) þegar þeir heyrðu að stjórnarandstöðuþingmaður væri með breytingartillögu. Enginn nema hv. þm. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir áttaði sig á því að Jón Þór Ólafsson var að leggja fram breytingartillögu sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Ég hvet fólk til að taka niður vagnhestaskjólin og átta sig á því að hér er bara breytingartillaga sem nefndin hefði flutt í heild sinni ef við værum ekki í 3. umr., og gá hvort við særum hér fram síðasta græna ljósið. En alla vega, mikið væri nú gaman ef fólk greiddi atkvæði á grundvelli málefna en ekki nafns þess sem flytur tillöguna. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)