131. löggjafarþing — 106. fundur,  7. apr. 2005.

Landbúnaðarstofnun.

700. mál
[15:24]

landbúnaðarráðherra (Guðni Ágústsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Hér er auðvitað fyrst og fremst verið að stofna til sterkrar faglegrar stofnunar sem starfar um allt land í dag. Ég held að það væri óheppilegt við 1. umr. málsins að við færum að takast mjög á um staðsetningu, hvort hún verði norðan fjalla eða sunnan eða í höfuðborginni. Ég hefði frekar kosið að vinna það samhliða frumvarpinu og með nýjum forstjóra þegar þar að kemur að staðsetja, en auðvitað munum við ræða þetta með hv. landbúnaðarnefnd og fara yfir þá stöðu.