140. löggjafarþing — 106. fundur,  24. maí 2012.

samþykkt rammasamnings milli ríkisstjórnar Íslands og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.

373. mál
[17:57]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Um eðli og inntak IPA-styrkjanna ætla ég að tala í ræðu á eftir en ég vildi hins vegar beina þeirri spurningu til hv. þm. Árna Þórs Sigurðssonar hvort einhverjir tímafrestir, tímasetningar eða annað þess háttar valdi því að þessi þingsályktunartillaga var tekin út úr utanríkismálanefnd með nokkuð skyndilegum hætti, að því er virðist á tímapunkti þegar nefndarmenn reiknuðu ekki með að það yrði gert.

Ég velti fyrir mér hvort einhverjir tímafrestir í málinu knýi á um afgreiðslu þess á tilteknum tímapunkti. Ég velti líka fyrir mér hvort ástæðan kunni að vera sú að ríkisstjórn Íslands sé hugsanlega búin að eyða þeim peningum sem ætlunin er að fá með IPA-styrkjum á þessu ári.