140. löggjafarþing — 106. fundur,  24. maí 2012.

samþykkt rammasamnings milli ríkisstjórnar Íslands og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.

373. mál
[18:01]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil taka það fram að ég var með varamann á þeim fundi sem hv. þm. Ragnheiður Elín Árnadóttir nefndi áðan, þegar þetta mál var tekið út, og lýsingar hans og þeirra sem ég hef rætt við sem voru á fundinum stemma við það sem hv. þm. Ragnheiður Elín Árnadóttir sagði.

Mig langar að spyrja hv. þingmann út í það sem nú kemur fram í þeim gögnum sem við höfum að þessir svokölluðu IPA-styrkir séu til þess að styrkja innviði umsóknarríkja, styrkja stofnanir og eitthvað þess háttar. Finnur þingmaðurinn þess stað í reglum um IPA-styrki að Evrópustofa sé fjármögnuð af IPA-styrkjum? Nú kemur fram í útboðslýsingu þeirri sem farið var af stað með fyrir Evrópustofu að hún er fjármögnuð af IPA-styrkjum. Mig langar að fá að vita hvernig það passar þarna inn í.