141. löggjafarþing — 106. fundur,  18. mars 2013.

skýrsla fjármálaráðherra um hagvöxt og dagskrá fundarins.

[11:08]
Horfa

Sigmundur Ernir Rúnarsson (Sf):

Virðulegur forseti. Það er á svona stundum sem manni finnst það sérstök refsing að sitja á Alþingi. (IllG: Því léttir bráðum.) Væntanlega léttir þeirri refsingu brátt, það er rétt hjá hv. þm. Illuga Gunnarssyni. Auðvitað eiga menn í pólitík að gera gagn. Við sem hér sitjum inni eigum að reyna að bæta samfélagið. Þá er með ólíkindum að fjöldi mála sem liggur fyrir, sem mikil og góð sátt er um, komist ekki á dagskrá til að fá lýðræðislega niðurstöðu. Hér inni eigum við að virða lýðræðið, augljósan vilja. Hann er augljós í hverju málinu af öðru, en þeim málum er ekki hleypt að.

Úti á hinum almenna vinnumarkaði, hvar ég starfaði í aldarfjórðung áður en ég kom á þing, vinna menn af viti, tala saman og komast að niðurstöðu. Hvernig væri að Alþingi tæki upp álíka vinnubrögð og þrífast úti í hinu almenna venjulega samfélagi?