141. löggjafarþing — 106. fundur,  18. mars 2013.

neytendalán.

220. mál
[11:29]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Textinn sem lagt er til að falli burt hljóðar svo:

„Víkja má frá ákvæði þessu ef virði veða eða annarra trygginga sem lántaki leggur fram er meira á þeim tíma þegar lánið er veitt en heildarfjárhæð láns enda sé lántaki upplýstur um mat lánveitanda.“

Þarna er um það að ræða að fólk geti lagt fram eigið veð, að þeir sem eiga nægar eignir geti fengið lán, kannski til bráðabirgða, skammtímalán, og þurfi ekki að fara í greiðslumat til þess að fá kannski 1 milljón í viku, eitthvað slíkt, geti lagt fram veð í eigin eign sem þeir geta jafnvel látið standa inni í bankanum. Þetta er ekki spurningin um lánsveð og það er kannski það sem þyrfti að ræða betur í framhaldinu. Hvernig tökum við á því að menn veiti ekki of mikið af lánsveðum?

Ég segi nei við þessu.