141. löggjafarþing — 106. fundur,  18. mars 2013.

um fundarstjórn.

[12:17]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr):

Forseti. Sá einlægi vilji hefur komið fram að setja stjórnarskrána á dagskrá, að það sé álitið heiðarlegra, og þá skulum við bara gera það. Tökum þessa misheppnuðu tilraun til sáttar af dagskrá og setjum stjórnarskrána á dagskrá. Það er svo einfalt. Það er greinilegt að fólk úr öllum flokkum vill fá að ræða um stjórnarskrána og þá skulum við gera það.

Ég legg til að við slítum þessum fundi, setjum stjórnarskrána á dagskrá og tökum burt af dagskrá liði 3 og 4. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)