149. löggjafarþing — 106. fundur,  21. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[01:46]
Horfa

Jón Þór Þorvaldsson (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er akkúrat málið. Boðhátturinn hefur tilgang. Hann er einsleitnin, að allir sitji við sama borð. Það eru engin sérákvæði fyrir okkur Íslendinga. Sem segir okkur einfaldlega að þeir fyrirvarar sem búið er að tefla fram hafa ekkert gildi. Ef þeir hefðu það væri tilskipunin orðuð á annan hátt og þá væri í henni að finna heimild til að setja fyrirvara, heimild til að sitja við annað borð, heimild til þess að vera ekki með einsleitni.

Ég verð einhvern veginn að velta því upp hér enn og aftur að við þessa innleiðingu erum við komin á þann stað að það verður ekki snúið við í orkumálum. Og við sjáum það víðs vegar um Evrópu. Nú eru t.d. Frakkar, 107 þingmenn þar, búnir að lýsa sig andvíga þessari löggjöf um (Forseti hringir.) opinbert útboð á nýtingu á vatnsaflsvirkjunum.