131. löggjafarþing — 106. fundur,  7. apr. 2005.

Lífeyrissjóður bænda.

696. mál
[12:08]

Guðjón A. Kristjánsson (Fl) (andsvar):

Hæstv. forseti. Við þessu vil ég eingöngu segja að teljist óeðlilegt að fólk geti haft viðunandi afkomu þá er ég tilbúinn til að standa að breytingu á lögum sem getur tryggt að fólk hafi viðunandi afkomu. (PHB: Og hækka lágmarkslaun?) Það má þess vegna hækka lágmarkslaun, hv. þingmaður.

Hvernig væri nú að við hv. þm. Pétur Blöndal sameinuðumst um að lágmarkslaun yrðu t.d. aldrei lægri en einn þriðji af þingfararkaup. (Gripið fram í.) Væri hv. þingmaður til í það? Ég varpa þessu fram vegna þess að mér finnst ekki hægt að setja málið þannig fram að ekki megi lagfæra stöðu ellilífeyrisþega af því að þeir geti hugsanlega komist einhverjum krónum fram yfir einhvern viðmiðunartaxta sem er langt undir því sem viðurkennt er að hægt sé að komast af með í þjóðfélaginu.