140. löggjafarþing — 106. fundur,  24. maí 2012.

samþykkt rammasamnings milli ríkisstjórnar Íslands og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.

373. mál
[20:46]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir ágætisræðu þar sem hann fór yfir afstöðu sína til þessa máls. Það er eitt atriði sem mig langar aðeins að skerpa á og skýra: Hvert telur hv. þingmaður markmið Evrópusambandsins með því að veita Íslandi fjárhagsaðstoð samkvæmt þessum samningi? Hver eru markmiðin með því af hálfu Evrópusambandsins? Hver er tilgangurinn með þessum styrkjum? Þá væri jafnframt ágætt að fá fram hjá hv. þingmanni hver hann telur helstu markmið aðstoðarþegans Íslands samkvæmt þessum samningi? Getur hv. þingmaður upplýst mig um þetta?