141. löggjafarþing — 106. fundur,  18. mars 2013.

Reykjavíkurflugvöllur.

[10:08]
Horfa

innanríkisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg):

Hæstv. forseti. Ég held að Lönguskerjarhugmynd Framsóknarflokksins sé sú galnasta sem fram hefur komið því hún hefði falið í sér að við hefðum þurft að malbika Skerjafjörðinn allan. En hv. þingmaður spyr hvort mér hafi þótt rétt að undirrita þetta samkomulag. Ég hef látið það koma fram að mér hafi þótt það vera misráðið og ég hef gagnrýnt það enda er þetta hluti af miklu víðtækari lausn og þar eru margir endar enn óhnýttir.