149. löggjafarþing — 106. fundur,  21. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[05:00]
Horfa

Jón Þór Þorvaldsson (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Þá er verið að kippa stoðunum undan þessum aðilum. Áhugavert orðalag.

Hv. þingmaður kom inn á það í ræðu sinni að valkostum hefði fjölgað til að mynda í Svíþjóð en hagur neytenda hefði ekki batnað. Með markaðsvæðingu þar sem valkostum fjölgar og menn ættu að geta valið sér við hvern þeir eiga viðskipti, eins og hefur komið fram í málflutningi m.a. hæstv. utanríkisráðherra, ætti hagur neytenda að batna. En við horfum á það í löndunum í kringum okkur að svo er ekki. Og þá spyrjum við okkur: Hvað er það í orkupakka þrjú sem er svona eftirsóknarvert fyrir okkur Íslendinga? Eða er kannski ekkert eftirsóknarvert fyrir okkur Íslendinga, talandi um okkur sem þjóð? Er kannski bara eitthvað eftirsóknarvert í orkupakka þrjú fyrir suma Íslendinga eða suma erlenda aðila?