132. löggjafarþing — 107. fundur,  24. apr. 2006.

Atvinnuástandið á Bíldudal.

[15:19]
Hlusta

forsætisráðherra (Halldór Ásgrímsson) (F):

Frú forseti. Ég hygg að það sé rétt hjá mér að ekki sé búist við því að þessi stutta umræða í þessu formi á hv. Alþingi geti fjallað um fiskveiðistjórnarkerfið í heild sinni. Ég held að við þyrftum miklu lengri tíma í það. Það er grundvallarágreiningur um það mál á Alþingi og það er grundvallarágreiningur um það milli mín og hv. þingmanns en ég á ekki von á að við leysum það í örstuttum umræðum (Gripið fram í: Ætlarðu ekkert að gera?) á Alþingi. Og enn þá meiri ágreiningur (Gripið fram í.) við þann hv. þingmann sem greip fram í fyrir mér núna, enda veit ég að í þeim flokki sem þessir ágætu þingmenn tala fyrir er ekki mikill samhljómur í öllum málum nema kannski helst eitthvað í þessu.