132. löggjafarþing — 107. fundur,  24. apr. 2006.

Samráðshópur um atvinnumál á Suðurnesjum.

[15:34]
Hlusta

utanríkisráðherra (Geir H. Haarde) (S):

Virðulegi forseti. Vegna þessa síðasta atriðis sem þingmaðurinn nefndi hefur ekki verið tekin afstaða til þess enn sem komið er. Þetta er eitt af fjölmörgum málum sem upp koma í tengslum við að bandaríska varnarliðið hverfur héðan af landi brott. Þetta er auðvitað stórt mál og margþætt. Þessi þáttur sem hv. þingmaður nefndi er bara einn af mörgum sem eftir er að taka afstöðu til.

Þó svo dregist hafi að skipa í þennan samstarfshóp sem þingmaðurinn spurði um upphaflega þá er það nú ekki þannig að menn hafi setið auðum höndum í ráðuneytunum út af þessu. Heldur hefur verið unnið heilmikið verk til að undirbúa framhaldið.