151. löggjafarþing — 107. fundur,  4. júní 2021.

um fundarstjórn.

[13:07]
Horfa

Hanna Katrín Friðriksson (V):

Herra forseti. Ég ætla að nýta ferðina til að biðjast afsökunar á því að ég hef ekki komið upp daglega í fundarstjórn og forvitnast um skýrslu nokkra (Gripið fram í.) eins og ég lofaði. Ég nýti tækifærið hér og kalla eftir skýrslu sem beðið var um um miðjan desember um ítök 20 stærstu útgerðarfyrirtækjanna í íslensku atvinnulífi. Þá hef ég lokið því og uppfyllt loforð mitt, a.m.k. það, herra forseti.

(Forseti (SJS): Forseti er bandamaður hv. þingmanns í því að við þurfum að fá þessa skýrslu.)