151. löggjafarþing — 107. fundur,  4. júní 2021.

Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins.

561. mál
[13:59]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Eitt barn í bið er einu barni of mikið. Vonandi erum við núna að koma á kerfi sem tekur á biðlistunum. Vonandi erum við að búa til kerfi sem sér til þess, og það fljótt og vel, að ekkert barn þurfi að bíða. Ég óttast því miður að það muni taka okkur langan tíma og mér skilst að taka eigi biðlistakerfið inn í þessar nýju stofnanir og það virðist vera fjármagnað. En það er annað áhyggjuefni líka. Það er mönnunarvandi. Hann er að koma upp og þess vegna þarf að leysa mörg mál, en ég vona heitt og innilega að við séum á réttri leið núna.