131. löggjafarþing — 107. fundur,  11. apr. 2005.

Ríkisútvarpið sf.

643. mál
[22:42]

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Herra forseti. Hv. þingmaður kvartar undan því að Ríkisútvarpið hafi ekki nægt fé til að gera togarann út, hún líkti því saman við togara sem lægi bundinn við bryggju. Væri ekki ástæða til að minnka umsvifin á vissum sviðum, eins og t.d. á dægurmálaútvarpinu Rás 2, selja það, selja höllina sem er allt of stór fyrir reksturinn, minnka umsvifin sem eru óheyrilega dýr sums staðar úti á landi, og setja þessa peninga í innlenda dagskrárgerð, í kvikmyndir og leikþætti og annað slíkt og bjóða það út?

Nú veit ég að hv. þingmaður er ekki sammála mér í því að útboð og slíkt lækki kostnað, en væri ekki snjallt að láta leikfélög úti um land bjóða í að framleiða innlent sjónvarpsefni fyrir öll þessi ósköp sem rekstur RÚV kostar?