144. löggjafarþing — 107. fundur,  15. maí 2015.

ummæli forsætisráðherra um rammaáætlun.

[11:57]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Málið er að sjálfsögðu á forræði þingsins og þingmenn, það á við jafnt um ráðherra sem aðra þingmenn, geta gert breytingartillögu við þær tillögur sem fyrir liggja. Hv. þingmenn þekkja það. Það er síðan hlutverk þingsins að taka afstöðu til slíkra tillagna. Hér hefur verið kynnt þessi tiltekna breytingartillaga þó að henni hafi hvorki verið dreift né hún lögð fram.