151. löggjafarþing — 107. fundur,  4. júní 2021.

um fundarstjórn.

[13:04]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegur forseti. Ég kom hingað upp vegna orða virðulegs forseta, sem mér hefur fundist á þessu kjörtímabili hafa óþægilega mikla tilhneigingu til að setja ofan í við þingmenn þegar þeir ræða það sem þeim liggur á hjarta og varðar málefni sem er við hæfi að nefna í þessari pontu, í þessu tilfelli samráð ríkisstjórnarinnar við Alþingi og hlutverk Alþingis í því að hafa aðhald með yfirvöldum og í það minnsta vera upplýst um það hvað sé í gangi. Mér finnst fullt tilefni til að koma hingað í fundarstjórn eins og hv. 5. þm. Norðaust., Logi Einarsson, gerði og kom aðallega upp til að mótmæla því sem virðulegur forseti sagði áður. En svo kom önnur ræða sem ég heyrði ekki betur en að væri í fullkominni mótsögn við þá fyrri og ég fagna þeirri ræðu í það minnsta, virðulegur forseti.