139. löggjafarþing — 108. fundur,  11. apr. 2011.

niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslu og ESB-umsókn.

[15:22]
Horfa

utanríkisráðherra (Össur Skarphéðinsson) (Sf):

Frú forseti. Ég er sammála hv. þingmanni, ég tel að það eigi að kjósa um þetta. Ég tel að atburðir helgarinnar hafi sýnt að það er hægt að treysta almenningi til að taka upplýsta ákvörðun um ákaflega flókin mál. Ég virði niðurstöðu helgarinnar í Icesave-kosningunni þó að ég hafi verið í hópi þeirra sem sögðu já eins og hv. þingmaður.

Ég held hins vegar að niðurstöðu helgarinnar og það hvernig hún hefur verið undirstrikuð, bæði af forseta Íslands og öðrum sem tæki til þess að leiða fram vilja þjóðarinnar, eigum við að nýta um Evrópusambandið líka. Það er nákvæmlega það sem stendur til, eins og segir í ályktun Framsóknarflokksins. Framsóknarflokkurinn, eins og utanríkisráðherra, áskilur sér fullan rétt til að hafa þá skoðun að þetta mál verði útkljáð í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Varðandi Framsóknarflokkinn, án þess að ég ætli að túlka afstöðu hans, þá gladdi það mig ósegjanlega að hann hafnaði tillögu um að draga umsóknina til baka. (Forseti hringir.) Skynsamur flokkur, Framsóknarflokkurinn.