143. löggjafarþing — 108. fundur,  12. maí 2014.

stefnumótandi byggðaáætlun 2014--2017.

256. mál
[11:32]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Hér greiðum við atkvæði um stefnumótandi byggðaáætlun næstu fjögur árin. Ég hef verið mjög gagnrýnin á byggðaáætlanirnar gegnum árin vegna þess að mér hefur ekki fundist þær halda vatni. Þessi áætlun felur í sér margar góðar meiningar, en svo er bara spurt um efndirnar. Mér fannst síðustu fjárlög vera þannig að þar voru mjög kaldar kveðjur til landsbyggðarinnar. Þess vegna vil ég sjá einhverjar efndir fylgja þeim orðaflaumi sem kemur fram í byggðaáætlun nú og hefur gert í gegnum árin. Mér finnst kominn tími til að stjórnmálamenn meini eitthvað með því sem þeir setja þarna fram.

Ég tek undir það með hv. þingmanni sem talaði síðast að okkur tókst að setja ýmis mál þarna inn til að vekja athygli á og stefna að þeim.

Ég sakna þess að ekki sé enn komið fram á Alþingi frumvarp um jöfnun á dreifingu raforkuverðs. (Forseti hringir.) Hvar eru efndirnar í því máli?