143. löggjafarþing — 108. fundur,  12. maí 2014.

myglusveppur og tjón af völdum hans.

96. mál
[11:45]
Horfa

umhverfis- og auðlindaráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F):

Virðulegi forseti. Ég þakka frumkvæði þingmanna og þá samstöðu sem hefur verið um þetta mál. Það þekkja allir umræðuna síðustu ár um skaðsemi myglusvepps á íbúðarhúsnæði sem og atvinnuhúsnæði. Það er mikilvægt að gera þetta. Ég gleðst yfir því að nefndin rýmki tímamörkin úr sex vikum í sex mánuði, ég held að það veiti ekkert af því. Það mun ekki standa á því að skipa þennan starfshóp hratt og vel og að hann skili tillögum sínum á tilætluðum tíma.