143. löggjafarþing — 108. fundur,  12. maí 2014.

séreignarsparnaður og ráðstöfun hans til greiðslu húsnæðislána og húsnæðissparnaðar.

484. mál
[20:34]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það var kannski einmitt það sem ég var að segja hér áðan varðandi greiðslujöfnunarreikningana. Ég held að það komi ansi mörgum mjög á óvart að rúmt ár geti liðið þar til eitthvað léttist til ráðstöfunar um hver mánaðamót. Ég held að fólk hafi almennt ekki átt von á því.

Að eiga eitthvað í húsinu sínu er að sjálfsögðu alltaf af hinu góða en hvernig það er gert, um það má auðvitað deila. Ég hef áhyggjur af því að þessi aðgerð verði neysluhvetjandi og því verði það verðbólgan sem höggvi í þann runn sem verður til þess að eignamyndunin verður kannski ekki eins skýr og hér er lagt upp með.