143. löggjafarþing — 108. fundur,  12. maí 2014.

séreignarsparnaður og ráðstöfun hans til greiðslu húsnæðislána og húsnæðissparnaðar.

484. mál
[21:11]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Eignarnám og eignarnám, það er þá kannski ágætt að minna á að ríkisstjórnin sem hv. þingmaður styður hefur ákveðið að leggja ekki áframhaldandi á auðlegðarskatt sem er eignarskattur sem allra ríkasta fólkið í þessu landi hefur greitt á síðastliðnum árum. Hæstiréttur hefur kveðið á um að það sé síst að sá skattur gangi á svig við stjórnarskrá. Ég ætla að nota tækifærið hér til þeirrar yfirlýsingar, herra forseti, að ég harma að ríkisstjórnin skuli ætla að hverfa frá þeirri stefnu að ætlast til þess að breiðu bökin leggi meira til og fari nú í aðgerðir sem sniðganga þá sem kannski mest þurfa á aðgerðum að halda í þessu samfélagi.