144. löggjafarþing — 108. fundur,  19. maí 2015.

um fundarstjórn.

[15:23]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Ég tek undir með þeim sem hafa talað úr stjórnarandstöðunni og lýst furðu sinni og að sjálfsögðu óánægju með að þetta mál skuli vera á dagskrá. Það er alveg vert að rifja upp og óska eftir afstöðu þeirra þingmanna sem gegna nú ráðherrastöðum og sitja á forsetastóli frá síðasta þingi sem kom meðal annars fram í afsölum þeirra á millum. Bjarni Benediktsson tekur fram að hann viti að neðri hluti Þjórsár sé eitt af stóru deilumálunum hér og hann er allur tekinn úr nýtingarflokki í þingskjali ráðherrans. Ég tel að þar kunni að hafa komið fram einhver sjónarmið, sérstaklega kannski varðandi Urriðafoss, sem hafi verið ástæða til að taka til frekari skoðunar.

Einar Kristinn Guðfinnsson segir: Látum Urriðafossinn liggja á milli hluta að sinni vegna þess að hann er sannarlega umdeildari kostur.

Hvað finnst þessum (Forseti hringir.) hv. þingmönnum um þetta mál núna? Af hverju tjá þeir sig ekki um það? Af hverju leyfa þeir sér að setja málið á dagskrá í svo mikilli óþökk við svo marga?