150. löggjafarþing — 108. fundur,  25. maí 2020.

úttekt á kostnaði vegna skerðinga aldraðra og öryrkja.

[15:25]
Horfa

Inga Sæland (Flf):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svarið. Það er sem sagt dálítið mikið að frétta þó að ég hafi í rauninni alveg misst af því, hæstv. ráðherra, því að það var líka samkomulag hjá okkur, sem ég vona að hæstv. ráðherra muni eins og nákvæmlega þetta, að ef þessi úttekt sýndi fram á að það væri kostnaður fyrir ríkissjóð að afnema þessar skerðingar þá átti að mynda stýrihóp og hann bauð mér sérstaklega að vera þátttakandi í honum. Ég hef í rauninni ekki frétt neitt fyrr en núna og mér þykir það miður. Ég er afskaplega ósátt við það ef ég á að segja eins og er. Ég óska eftir því að hæstv. ráðherra standi við samkomulag okkar frá A til Ö og ég treysti því að hann geri það.