150. löggjafarþing — 108. fundur,  25. maí 2020.

ferðagjöf.

839. mál
[17:12]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra svarið. Nú á föstudaginn var verið að greiða út 20.000 kr. til öryrkja, skatta- og skerðingarlaust. Þarna erum við að setja inn 5.000 kr. og það verður rosalega stór hópur, öryrkja, eldri borgara og láglaunafólks, sem mun bara ekkert hafa efni á því að fara út á land og ferðast, hefur bara ekkert efni á að nýta sér þetta. Þess vegna finnst mér mjög skrýtið að setja þetta svona upp. Það er, myndi ég segja, svolítið ljótt að segja að allir fái ferðaávísun, allir geti farið að ferðast. Það er bara ekki rétt. 5.000 kr. eru ekki stór peningur á Íslandi. Á sumum stöðum úti á landi dugar það kannski fyrir einni stórri pítsu. Þá er allt annað eftir, að koma sér á staðinn og gistingin. Ég skil bara ekki svona.