143. löggjafarþing — 108. fundur,  12. maí 2014.

séreignarsparnaður og ráðstöfun hans til greiðslu húsnæðislána og húsnæðissparnaðar.

484. mál
[23:38]
Horfa

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Willum Þór Þórsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni svarið. Þvert á móti trúi ég því að þessar aðgerðir séu leið til að vinna okkur út úr vandanum en ekki fresta honum. Hv. þingmaður kom í ræðu sinni inn á þær aðgerðir sem farið var í á síðasta kjörtímabili og ég geri ekki lítið úr þeim. En af því að við erum að ræða frumvarp til laga um séreignarsparnað og ráðstöfun hans til greiðslu húsnæðislána og húsnæðissparnaðar þá er það tiltekin aðgerð. Hún er almenn en miðuð að og beinist að þeim hópi sem er með húsnæðislán eða til öflunar húsnæðis fyrir til dæmis ungt fólk til framtíðar. Ég veit að við deilum þeirri skoðun, ég og hv. þingmaður, að hvetja eigi til sparnaðar og hjálpa ungu fólki að eignast þak yfir höfuðið.

Ég vil vitna til þessara aðgerða vegna þess að þegar við förum að ræða alla aðra hópa og draga þá inn í umræðuna varðandi þessa aðgerð ber ég fulla virðingu fyrir því að við þurfum að aðstoða víða í samfélaginu, enda er þingsályktunartillagan sem þetta frumvarp á rætur að rekja til — þá má rifja upp að 110%-leið svokölluð fór til 1% af heimilunum eða helmingurinn af henni fór til 1% af heimilunum, 20 milljarðar. Og allir fengu yfir 15 millj. Ég veit ekki hvort við getum kallað það almenna aðgerð.

Mig langar rétt í lokin að spyrja hv. þingmann út í verðtryggingu, hvaða skoðun hún hefur á verðtryggingunni, hvort það þurfi að afnema hana í kjölfar þessara aðgerða.