150. löggjafarþing — 108. fundur,  25. maí 2020.

upplýsingaskylda stórra fyrirtækja.

[15:33]
Horfa

forsætisráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg):

Herra forseti. Mér finnst mikilvægt að allt sé þetta skýrt. Hæstv. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra boðaði að hann myndi leggja fram frumvarp eingöngu um tengda aðila en hvarf frá því vegna þess að nefnd, sem hefur verið að vinna að bættu eftirliti með fiskveiðiauðlindinni, mun ekki skila fyrr en í maí og það hefur dregist m.a. út af heimsfaraldri og öðru. Þá boðaði ráðherra að hann myndi koma með eitt frumvarp en ekki tvö í haust, bara svo að þetta sé skýrt. Síðan er það svo að frumvarp ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sem hv. þingmaður nefndi, átti upphaflega að vera þrengra og fyrst og fremst að mæta ábendingum til að mynda frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, en það var lagt fram með víðtækara gildissvið en áður hafði verið boðað. Ég vona að þetta sé algerlega skýrt fyrir hv. þingmanni.