150. löggjafarþing — 108. fundur,  25. maí 2020.

þjónusta við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.

838. mál
[16:48]
Horfa

félags- og barnamálaráðherra (Ásmundur Einar Daðason) (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég held að það sé rétt ályktað hjá þingmanninum að þetta sé fremur áskorun í smærri sveitarfélögum en stærri vegna þess að notendaráðin eru starfandi innan sveitarfélaganna. Sums staðar hefur gengið erfiðlega að fá fólk til að taka þátt í starfi þessara ráða og þá er eðlilega ekki hægt að vísa málum til þeirra. Ef reglugerðarheimild er þarna inni þarf hún að vera rétt útfærð. Við værum auðvitað ekki að koma fram með þetta frumvarp nema af því að við viljum höggva á þennan hnút, við viljum leysa þennan vanda. En segjum að hægt væri í reglugerð að girða fyrir ákveðnar vangaveltur þarna, þá er sjálfsagt að nefndin skoði það í sinni vinnu.