150. löggjafarþing — 108. fundur,  25. maí 2020.

Menntasjóður námsmanna.

329. mál
[19:31]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni framsöguna. Ég ætla ekki að fara í styrkjakerfið sem slíkt í þessu andsvari, en kem að því í ræðu á eftir. Mig langar að spyrja hv. framsögumann út í rekstrarkostnað sjóðsins sem hér segir að verði 175 milljónir á fyrsta ári og 150 milljónir til framtíðar. Eða eins og segir í nefndarálitinu, með leyfi forseta:

„Í minnisblaði frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu koma m.a. fram þær skýringar að verkefni sjóðsins muni aukast og að gera megi ráð fyrir að fjölga þurfi starfsmönnum um u.þ.b. 15 manns.“

Ég vil því spyrja hv. framsögumann varðandi þessa 15 starfsmanna viðbót hjá LÍN eða Menntasjóði eftir þessar breytingar, gangi þær í gegn: Fækkar starfsmönnum annars staðar í kerfinu eða er þetta bara hrein viðbót starfsmanna til sjá um málefni lánasjóðsins eða Menntasjóðs í framtíðinni? Þetta er ótrúleg fjölgun starfsmanna. Var einhver greining gerð á (Forseti hringir.) þessum kostnaðarauka í nefndinni?