131. löggjafarþing — 109. fundur,  13. apr. 2005.

Viðbrögð við faraldri.

637. mál
[15:10]

Kjartan Ólafsson (S):

Herra forseti. Mér finnst sem fyrirspurn hv. þm. Guðlaugs Þórs Þórðarsonar hafi í raun vakið upp fleiri spurningar og ekki síður svör ráðherra. Svör hans hafa líka vakið fleiri spurningar. Mig langar þess vegna að spyrja í framhaldinu: Hvað hefur verið kannað með innflutning á matvælum til landsins? Er hinn mikli matvælainnflutningur sem óneitanlega er til landsins mikill áhættuþáttur? Við þurfum á honum að halda. Ég heyrði hvergi minnst á embætti yfirdýralæknis eða hlutverk landbúnaðarráðuneytisins í svari ráðherra, að það kæmi að þessum undirbúningi. Þá er ég fyrst og fremst að tala um innflutning á hrámetis og annað þess háttar. Ég vil spyr hvort slíkir aðilar hafi ekki verið með í málinu og hvort sá innflutningur sé meiri eða minni áhættufaktor en aðrir.