144. löggjafarþing — 109. fundur,  20. maí 2015.

áframhald umræðu um rammaáætlun.

[17:13]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Herra forseti. Það er vissulega ágætt að breytingartillaga er komin fram og þá skýrist um hvað við erum að ræða. Það er ekki lengur verið að ræða um að setja Hagavatn í nýtingarflokk. En þetta er náttúrlega eins og hvert annað leikrit hér. Hér spássera stjórnmálamenn um, benda og segjast ætla að fá þennan virkjunarkost í nýtingarflokk og hinn, skítt með hvað fagleg nefnd segir, skítt með 20 ára starf sem liggur undir rammaáætlun, þetta skuli bara verða svona af því að þeim finnist það eiga að vera svona.

Þetta gengur ekki, forseti, og forseta má vera ljóst að á meðan hér liggja á borðinu breytingartillögur sem ganga þvert gegn anda laga um rammaáætlun mun stjórnarandstaðan taka sér góðan tíma í þingsal.