149. löggjafarþing — 109. fundur,  23. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[23:54]
Horfa

Frsm. minni hluta utanrmn. (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson) (M) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Hér er ekki farið fram á meira en að stuðningsmenn þessa máls flytji mál sitt hér, færi rök fyrir afstöðu sinni. Það er ekki verið að fara fram á meira en það að fá að heyra hvað veldur sinnaskiptum margra þingmanna stjórnarliðsins. Við höfum farið hér yfir dæmi um það hvernig sumir þeirra rökstuddu það mjög vel að það bæri að forðast að innleiða þriðja orkupakkann og í því fælust miklar hættur.

Eitthvað varð til þess að þessir hv. þingmenn skiptu um skoðun og hæstv. ráðherrar. Það eina sem við biðjum um er að þeir útskýri fyrir okkur hvers vegna til að hjálpa okkur að átta okkur betur á málinu. En, nei, þeir láta ekki svo lítið að mæta hér í eins og eina ræðu heldur halda sig annars staðar en stökkva að hljóðnemum fjölmiðlanna til að tala um allt annað en innihald málsins.