151. löggjafarþing — 109. fundur,  8. júní 2021.

skýrsla um leghálsskimanir o.fl.

[14:02]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Forseti þarf þá ekki að ganga í það mál en hann fékk hér óskir um allmörg viðfangsefni sem forseti reyndi að skrifa samviskusamlega niður. Ekki stendur á honum að reyna að vera hjálplegur varðandi það að þingið fái upplýsingar og eftir atvikum að ráðherrar komi til þingnefnda þegar eftir því er óskað en þyrfti sennilega að hafa umtalsvert meiri völd en stjórnskipunin færir honum ef hann ætti að geta látið allar óskir þingmanna rætast fyrir eigin atbeina í þeim efnum.

Forseti meðtók ósk um að nefnd skýrsla, óframkomin að vísu, yrði rædd og það verður tekið til skoðunar. Vonast forseti þá til þess að við getum gengið til atkvæðagreiðslna nema það séu fleiri sem óska eftir að ræða málin.