Bráðabirgðaútgáfa.
153. löggjafarþing — 109. fundur,  16. maí 2023.

Frestun á skriflegum svörum.

[13:31]
Horfa

Forseti (Birgir Ármannsson):

Forseta hefur borist bréf frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 1586, um fjármögnun og framkvæmd aðgerðaáætlunar gegn matarsóun, frá Steinunni Þóru Árnadóttur. Einnig hefur borist bréf frá mennta- og barnamálaráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 1465, um sjóði á vegum ráðuneytisins og stofnana þess, frá Hildi Sverrisdóttur. Að lokum hefur borist bréf frá dómsmálaráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 1574, um verklag lögreglu og sérsveitar ríkislögreglustjóra, frá Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur.